Blik 1961/Myndasyrpa

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1961



Myndasyrpa


ctr


VÉLSTJÓRASKÓLI VESTMANNAEYJA 1925.

Aftari röð frá vinstri: Guðleifur Ísleifsson, Eyjafjöllum; Guðmundur Markússon, Dísukoti í Flóa; Ólafur Jónsson, undan Eyfjöllum; Friðfinnur Finnsson, frá Oddgeirshólum; Óskar Gissurarson, Kolsholti í Flóa; Bergur Jónsson, Vegbergi.
Miðröð frá vinstri: Gestur Gíslason frá Nýjabœ í Þykkvabæ; Guðni Jónsson, Hlíðardal; Kristinn Halldórsson frá Siglufirði; Arthur Aanes, Norðmaður; Ágúst Loftsson, Þorvaldseyri, Eyjafjöllum; Ágúst Jónsson, Löndum; Sigurður Eiríksson af Snæfellsnesi.
Fremsta röð frá vinstri: Vilmundur Kristjánsson, Eyjarhólum í Eyjum; Bjarni Jónsson, kennari; Þórður Runólfsson, skólastjóri, vélaverkfræðingur; Páll Bjarnason, prófdómari (skólastj. barnask.); Björn Bjarnason, kennari, frá Bólstaðarhlíð í Eyjum; Einar Magnússon, prófdómari, vélsmiður frá Hvammi í Eyjum; Ingibjartur Ingibjartsson, prófdómari, þá skipstjóri á Skaftfellingi.


ctr


NOKKRAR „EYJAMEYJAR“ Í ÞJÓÐLEGUM BÚNINGI

Frá vinstri: 1. Björg Sigurjónsdóttir frá Víðidal í Eyjum, f. 19. jan. 1917. Foreldrar: Sigurjón Jónsson og k.h. Guðríður S. Þóroddsdóttir frá Eyvindarholti, 2. Lára Árnadóttir frá Burstafelli í Eyjum, f. 28. júlí 1917. Gift Baldri Jónassyni frá Ólafsfirði. For.: Árni Oddsson og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Stuðlum í Norðfirði, 3. Sigrún Lúðvíksdóttir, f. 9. apríl 1916. Gift Ólafi Jónssyni frá Brautarholti í Eyjum. For.: Lúðvik Hjörtþórsson og k.h. Bjarnhildur Einarsdóttir, 4. Ragnheiður Jónsdóttir frá Dal í Eyjum, f. 30. okt. 1917. Gift Vigfúsi Ólafssyni kennara. For.: Jón Guðnason og k.h. Ingibjörg Bergsteinsdóttir, 5. Ásta Guðmundsdóttir frá Heiðardal í Eyjum, f. 31. marz 1917. Gift Hrólfi Benediktssyni, prentsmiðjustjóra. For.: Guðmundur Sigurðsson og k.h. Arnleif Helgadóttir, 6. Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Viðey í Eyjum, f. 19. apríl 1917. Gift Björgvini Guðmundssyni, skipstjóra. For.: Guðmundur Einarsson og k.h. Pálína Jónsdóttir, Nýjabæ í Þykkvabæ, 7. Sigríður Ólafsdóttir frá Arnardrangi í Eyjum, f. 7. apríl 1918, d. 14. des. 1945. Var gift Kjartani Jónssyni fiskimatsmanns Sverrissonar. For.: Ólafur Lárusson, héraðslæknir, og k.h. Sylvía Guðmundsdóttir frá Stóru-Háeyri. Allar þessar stúlkur stunduðu nám í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum árið 1931—1932, nema ein, sem hóf þar nám 1930. (Leiðr.)







TÓMTHÚSGRUNNUR.
Efri myndin:Veggjaleifar af tómthúsi vestan við Miðhús, grafnir fram 1934.
Neðri myndin: Rústir af tómthúsi. Undirstöðurnar veita hugmynd um hina báglegu byggingu, er á var reist.
















ctr


SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNANÁMSKEIÐ HAUSTIÐ 1924.

Fremsta röð frá vinstri: Grímur Gíslason frá Feli, Hallgrímur Guðjónsson frá Sandfelli, Óskar Kárason frá Presthúsum, Georg Þorkelsson frá Sandprýði, Friðrik V. Ólafsson, kennari, Sigfús V. Scheving, kennari, Lúðvík N. Lúðvíksson, kennari, Júlíus Þórarinsson frá Eystri Oddsstöðum, Jónas Sigurðsson frá Skuld, Þorsteinn Ísleifsson, Þorgeir Jóelsson frá Fögruvöllum.
Miðröð frá vinstri: Þorsteinn Gíslason frá Görðum, Sigurður Ísleifsson, Björn Andrésson frá Berjanesi, Eyjafjöllum, Pétur Guðjónsson frá Oddsstöðum, Páll Jónasson frá Þingholti, Guðmundur Vigfússon frá Holti, Ágúst Eiríksson frá Vegamótum, Benóný Friðriksson frá Gröf, Guðjón Valdason frá Dyrhólum, Árni J. Johnsen frá Frydendal, Þorbjörn Friðriksson frá Gröf, Oddgeir Þórarinsson frá Oddsstöðnum.
Aftasta röð frá vinstri: Sigurður Bjarnason frá Hlaðbæ, Haraldur Kristjánsson (Var með m.b. Tý 2 sumarvertíðir), Björn frá Indriðakoti undir Eyjafjöllum, Eyjólfur Gíslason frá Görðum, Alexander Gíslason frá Landamótum, Rósmundur Guðnason frá Hlaðbæ, Ingibergur Jónsson, Vegbergi, Ásgrímur Sigurðsson frá Siglufirði. Vilmundur Kristjánsson frá Eyjarhólum, Sighvatur Bjarnason frá Ási, Dagbjartur Gíslason.


ctr


Björgunarfélag Vestmannaeyja 1925.


Þessi mynd var tekin, er minnzt var 5 ára afmælis Björgunarfélags Vestmannaeyja 1925.
Veizlan var haldin í Herjólfsbæ við Heimagötu. Hófinu stjórnaði Sigurður lyfsali Sigurðsson, skáld frá Arnarhóli.

Fremsta röð frá vinstri:
1. Ársæll Sveinsson, útgerðarmaður, Fögrubrekku.
2. Þorvaldur Guðjónsson, skipstjóri, frá Sandfelli.
3. Páll V.G. Kolka, læknir.
4. Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn.
5. Kristján Linnet, bæjarfógeti.
6. Einar M. Einarsson, stýrimaður á björgunarskipinu „Þór“.
7. Jóhann P. Jónsson, skipherra á „Þór“.
8. Guðbjartur Ólafsson, 1. vélstjóri á „Þór“.
9. Friðrik Ólafsson, stýrimaður, núverandi skólastjóri Stýrimannaskólans.
10. Sigurður lyfsali Sigurðsson frá Arnarholti.
11. Tómas M. Guðjónsson, Höfn.

2. röð frá vinstri:
1. Einar Runólfsson, trésmiðameistari, Staðarfelli.
2. Þorsteinn Johnson, kaupmaður frá Jómsborg.
3. Árni Sigfússon, útgerðarmaður.
4. Helgi Benediktsson, kaupmaður.
5. Árni Filippusson, gjaldkeri, Ásgarði.
6. Jón Einarsson, kaupm., Gjábakka.
7. Séra Jes A. Gíslason, Hóli.
8. Ólafur Auðunsson, útgerðarmaður, Þinghóli.
9. Þórarinn Gíslason, bókari, Lundi.

3. röð frá vinstri:
1. Bjarni Einarsson, útgerðarmaður, Hlaðbæ.
2. Magnús Guðmundsson, útgerðarmaður, Vesturhúsum.
3. Viggó Björnsson, bankastjóri.
4. Sigurjón Jónsson, útgerðarmaður, Viðidal.
5. Kristján Gíslason, útgerðarmaður.
6. Erlendur Kristjánsson, útgerðarmaður, Landamótum.
7. Gísli Magnússon, útgerðarmaður, Skálholti.
8. Kristinn Ólafsson, bæjarstjóri.
9. Brynjúlfur Sigfússon, kaupmaður.
10. Lárus Johnsen, konsúll, Sunnudal.
11. Jón Sverrisson, útgerðarm., Háagarði.
12. Eiríkur Ögmundsson, verkamaður, Dvergasteini.

4. röð frá vinstri:
1. Guðmundur Ólafsson, vélstjóri, Hrafnagili.
2. Th. Thomsen, vélameistari, Sólnesi.
3. Sigurður Gunnarsson, kaupm., Vík við Bárugötu.





STANGVEIÐIMÓT Í VESTMANNAEYJUM.
Dagana 18.-22. maí 1960 gistu 40—50 útlendingar Vestmannaeyjar, því að þar var þá haldið stangveiðimót, sem annars eru haldin víða erlendis. Að þessu sinni tóku 48 veiðimenn þátt í mótinu, 20 Bretar, þar af ein kona, 12 Bandarikjamenn, 5 Frakkar, einn Belgi og 10 Íslendingar. Alls öfluðust tæpar 8 smálestir af fiski og samtals 4000 fiskar af 16 tegundum.
Áætlað er, að hver erlendur þátttakandi i mótinu hafi greitt íslenzka þjóðarbúinu samtals um 100 sterlingspund. Alls höfðu þeir 9 báta hér til afnota.
Myndin til vinstri er af ýmsum þáttum þessara veiða.

Niður til vinstri:
1. Gestirnir bjuggu á Hótel H.B. að mestu leyti, og sýnir efsta myndin, er fólkið leggur af stað til veiða.
2. Fjórir bátanna leggja úr höfn.
3. Verið er að veiðum.

Niður til hægri:
1. Hann er á „sá guli“. Íslendingur látinn bera í.
2. Veiðin er stunduð af kappi.
3. Aflinn er veginn á Nausthamarsbryggju, óblóðgaður og óslægður, síðan seldur i Fiskimjölsverksmiðjuna.





Fréttamyndir

Röðin niður lengst til vinstri:
1. V/ s Herjólfur siglir út úr Vestmannaeyjahöfn i austan-roki.
2. Einn af „Fossunum“ siglir í höfn í austan stormi.
3. Verið er að draga upp kolsýruhylki á Geirfuglasker, en kolsýran er þar ljósgjafi í vitanum.
4. Vitinn á Geirfuglaskeri við Vestmannaeyjar.

Efsta mynd til hægri við Herjólf er sett saman og gefur sýn yfir megin hluta Vestmanneyjahafnar. Myndin er tekin inn við Hlíðarbrekkur.

Miðröðin niður:
1. Tveir kunnir Eyjasjómenn og „harð jaxlar“ ræðast við: Ólafur Vigfússon og Eyjólfur Gíslason, sem eru í hópi elztu og reyndustu sjómanna í Eyjum og hafa verið þar skipstjórar og aflaklær um tugi ára.
2. Lína „sett upp“ fyrir vertíð. Ígripavinna fjölskyldu.

Röðin lengst til hægri:
1. „Snemma beygist krókurinn“. Smádrengir beita línu.
2. og 3. Á sl. ári voru malbikaðir vegir í Vestmannaeyjakaupstað. Á myndinni er verið að sækja malbikunarefni, sem er lagað og geymt í haugum vestur hjá Fiskimjölsverksmiðju og Lifrarsamlagsbyggingum. Á mynd 3 er verið að malbika Vestmannabrautina á milli Vöruhússins og Sparisjóðs Vestmannaeyja.



Á s.l. ári var tekin í notkun hinn nýi flökunarsalur Vinnslustöðvar Vestmannaeyja. Gólfflötur hans er rúmir 600 fermetrar. Þar geta unnið að framleiðslu í einu um 200 manns. — Teikningu af salnum gerði Ólafur Á. Kristjánssom, frá Heiðarbrún í Eyjum. Snæbjörn Bjarnason, verkfræðingur, gerði teikningu af öllum innbúnaði salarins, svo sem borðum, hitalögnum, lyftu og færiböndum. Það gerði hann í þjónustu tæknideildar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Salurinn með allri tækni, tólum og tækjum svo og snyrtiherbergjum, þykir mikil fyrirmynd.






HANDKNATTLEIKSLIÐ TÝS.

Frá vinstri: 1. Eygló Einarsdóttir, 2. Gunnhildur Friðriksdóttir,
3. Benónýja Jónsdóttir, 4. Stefanía Stefánsdóttir, Framtíð,
5. Ellý Guðnadóttir, 6. Sigríður Bjarnadóttir, Hoffelli,
7. Þyrí Gísladóttir, Arnarhóli.





EINN AF GLÍMUFLOKKUM ÞORSTEINS EINARSSONAR,
íþróttafulltrúa, er hann dvaldist á árunum 1935 — 1942.
Aftari röð frá vinstri: Haraldur Sigurðsson, Haukfelli við Hvítingaveg, Axel Magnússon, Skansinum, (Kornhól), Húnbogi Þorkelsson frá Sandprýði, Sigurjón Valdason frá Sandgerði, Bernódus Þorkelsson frá Sandprýði.
Fremri röð f.v.: Engilbert Jónasson, Hólshúsi, Þorsteinn Einarsson, glímukennari, Sigurður Guðjónsson frá Framnesi.





ctr


1. FL. KNATTSPYRNUFÉLAGSINS TÝS Á ÁRUNUM 1923—1925.


Efri röðin frá vinstri: 1. Þórarinn Guðmundsson, Háeyri; 2. Ólafur Magnússon, Sólvangi; 3. Aðalsteinn Sigurhansson, Brimnesi; 4. Frímann Helgason frá Vík í Mýrdal; 5. Þorgeir Frímannsson, kaupmaður.
Fremri röð frá vinstri: 1. Friðrik Jesson, Hóli; 2. Óskar Sigurhansson, Brimnesi; 3. Jón Stefánsson, Mandal; 4. Einar Sigurðsson, Heiði; 5. Aage V. Nielsen, Sólnesi; 6. Hallvarður Sigurðsson, Pétursborg; 7. Jóhann Gunnar Ólafsson, Reyni.




GLÍMUMENN Í EYJUM UM 1928.

Frá v.: Jónas Sigurðsson, Skuld; Gísli Finnsson, Sólbakka; Steinn Ingvarsson, Múla: Sigurður Ingvarsson, Minna-Hofi, Rángárv.; Magnús Gunnarsson, Hólmum í Landeyjum; Hermann Benediktsson frá Borgareyri í Mjóaf.; Georg Þorkelsson, Sandprýði.








ctr


FJÖLSKYLDA JÓNS BÓNDA PÉTURSSONAR Í ÞÓRLAUGARGERÐI EYSTRA Í EYJUM.

Fremri röð frá vinstri:
1. Rósa Eyjólfsdóttir, kona Jóns Péturssonar, f. 3. júní 1876. Hún var systir Guðjóns bónda á Kirkjubæ Eyjólfssonar bónda Eiríkssonar.
2. Jón Pétursson, bóndi.
3. Svava Sigurðardóttir, fósturdóttir Rósu og Jóns og systurdóttir hans, f. 29. jan. 1918.
4. Ingibjörg Sigurðardóttir, stjúpa Jóns bónda, seinni kona Péturs bónda Benediktssonar, föður Jóns bónda.
5. Jón Guðjónsson bónda að Oddsstöðum, fóstursonur Rósu og Jóns.

Aftari röð frá vinstri:
1. Ármann, einkasonur Rósu og Jóns bónda, f. 15. des. 1900, d. 1. des. 1933.
2. Fanney Ármannsdóttir Jónssonar.
3. Sólrún Eiríksdóttir frá Kraga á Rangárvöllum, kona Ármanns og móðir Fanneyjar.
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir Björnssonar, fósturdóttir Rósu og Jóns.
5. Laufey, dóttir Rósu og Jóns bónda.

Jón bóndi Pétursson var f. 21. júlí 1867 að Búðarhóli í Landeyjum.
Jón bóndi fékk byggingu fyrir Þórlaugargerði 11. febrúar 1905 eftir föður sinn Pétur Benediktsson.
Jón Pétursson bóndi var fjölhæfur verkmaður. Hann var ágætur smiður og smíðaði m.a. marga árabáta (sérstaklega skjögtbóta heima við bæinn í Þórlaugargerði). Einnig var Jón bóndi slyngur bjargveiðimaður. Hann var í fáum orðum sagt iðjumaður með afbrigðum og hygginn bóndi.

Þ.Þ.V.



Íbúðarhúsið Görn eða Jakobshús. Þar bjó um tugi ára Jakob Tranberg. Myndin er tekin á vertíð fyrir nokkrum árum. Til vinstri sér á afbeituhaug, sem nálgast „stofugluggann“. Görn stendur enn, en ekki hefur verið búið í húsi þessu nú nokkur ár. Það stendur vestan við fyrrverandi verzlunarhús Edinborgar suður af Geirseyri.







KNATTSPYRNUFLOKKUR ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS ÞÓRS
fyrir svo sem 35 árum.


Aftasta röð frá vinstri: 1. Guðlaugur Gíslason frá Eyjarhólum, 2. Árni Matthiesen Jónsson, Garðinum, 3. Hinrik Jónsson, Garðinum 4. Gísli Pálsson frá Sunnuhvoli, 5. Jón Ólafsson, Garðhúsum
Miðröð f.v.: 1. Ásmundur Friðriksson frá Löndum, 2. Hafsteinn Snorrason, Hlíðarenda. 3. Þorsteinn Guðjónsson frá Seljalandi.
Fremsta röð f.v.: 1. Þórarinn Bernótusson (leiðr.), Stakkagerði. 2. Ásmundur Steinsson, Ingólfshvoli, 3. Óskar Valdimarsson, Búastöðum.







LÚÐRASVEIT Í VESTMANNAEYJUM 1925.
Aftari röð frá vinstri: 1. Gísli Finnsson, fimleikakennari; 2. Árni Árnason, símritari; 3. Ingi Kristmanns, bankamaður; 4. Haraldur Eiríksson, rafvirkjameistari.
Fremri röð frá vinstri: 1. Hjálmar Eiríksson, verzlunarmaður; 2. Filippus Árnason, Ásgarði; 3. Kristinn Jónsson, Mosfelli; 4. Ragnar Benediktsson frá Mjóafirði; 5. Harald Björnsson, sonur Baldvins Björnssonar.



Frá tímum Balboes.


Til íhugunar æskulýð
Vestmannaeyja.
Myndin skýrir sig sjálf.




ÍBÚÐARHÚSIÐ Skel.


Þar bjó Þorgerður Gísladóttir um árabil og síðar Þorgeir Eiríksson. Skel mun hafa verið rifin um 1950. Skel stóð norður af Sjónarhóli, sunnanvert við Strandveg.


Þannig láta Eyjasjómenn reka Breta af fiskimiðum sínum.